Beint í efni

Jötunn Vélar undirbúa opnun útibús og verslunar á Akureyri

12.01.2013

Stjórn Jötunn Véla hefur ákveðið að opna útibú á Akureyri í mars næstkomandi og er opnunin liður í að efla þjónustu og færa nær viðskiptavinum Jötunn Véla á norðurlandi. Útibússtjóri á Akureyri verður Hrafn Hrafnsson, en fljótlega mun verða auglýst eftir 2 starfsmönnum til viðbótar auk þess sem verið er að leita að hentugu húsnæði undir starfsemina.

 
Í útibúinu mun verða starfrækt verslun með breiðu úrvali varahluta og rekstrarvara undir svipuðum formerkjum og er í verslun Jötunn Véla á Selfossi. Viðgerðarþjónusta mun áfram verða í höndum Brimborgar á Akureyri.

 
Jötunn Vélar er innflutningsfyrirtæki véla og tækja fyrir landbúnað og græn svæði stofnað árið 2004 og er staðsett á Selfossi. Meðal helstu vörumerkja Jötunn Véla eru: Massey Ferguson og Valtra dráttarvélar, Pöttinger og Mchale heyvinnutæki, Schaffer Lader liðléttinga. Starfsmenn Jötunn Véla verða 25 eftir þessar breytingar/SS-fréttatilkynning.