Beint í efni

Jötunn Vélar á ferð um landið

01.12.2011

Í dag og á morgun verður fyrirtækið Jötunn Vélar á Selfossi á ferðinni á Norðurlandi við kynningar á fjölbreyttum búnaði sem henta bændum, sér í lagi kúabændum. Í fréttatilkynningu segir að kynningar séu á Valtra dráttarvélum liðléttingum, SAC mjaltatækni, heyverkunarvélum og fóðrunarkerfum fyrir fjós frá Mullerup og Valmetal.

 

Í dag 1. desember verða kynningar á bílaplani N1 á Blönduósi kl. 10-12 og Bílaverkstæði KS kl. 14-18. Á morgun, 2. desember gefst svo eyfirskum bændum tækifæri að kynna sér hlutina í húsnæði Brimborgar frá 10-16/SS.