Beint í efni

Jórtrunarmælar afar gagnlegir

10.03.2018

Það kemur væntanlega fæstum á óvart að mikið át er nátengt afurðasemi kúa en undanfarna áratugi hefur minna verið horft á tímalengd jórtrunar. Núorðið fást hins vegar einfaldir mælar sem geta einmitt fylgst með því hve lengi og hve oft kýr jórtra og hefur stóraukin notkun á þessari tækni leitt til verulega aukinnar þekkingar á velferð kúa. Þannig hefur t.d. kandískt rannsóknarverkefni leitt í ljós að beint samhengi er á milli tíðni jórtrunar í upphafi mjaltaskeiðs og líkum á efnaskiptasjúkdómum síðar og kýr sem jórtra minna en 300 mínútur á dag eru t.d. líklegri til þess að mjólka minna og líklegri til þess að fá efnaskiptajúkdóma en kýr sem jórtra meira.

Þá kom í ljós í rannsókninni, sem greint var frá í tímaritinu Journal of Dairy Science, að hámjólka kýr jórta yfirleitt í lengri tíma á sólarhring en 400 mínútur. Þá má nýta jótrurnartímann og áttímann, sem þessir mælar mæla líka, til þess að stilla af þá gróffóðursamsetningu sem kýrnar fá. Ennfremur sýnir reynslan frá hollenskum bændum, sem hafa notað Nedap jórtrunarmæla, að þeir nýtast afar vel til þess að „fylgjast með“ bæði geldkúnum og kvígum fyrir fyrsta burð. Þannig getur t.d. einfalt forrit og vöktunarbúnaður sent aðvörun til bænda ef jórtrunartími eða jórtrunartíðni fellur, en slíkt má yfirleitt tengja við vandamál fyrir og um burð/SS.