Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Jólaljósa-dráttarvélar!

17.12.2016

Bændur í írska bænum Ballinrobe voru heldur betur í essinu sínu um daginn þegar þeir efndu til hópaksturs dráttarvéla í þeim tilgangi að safna peningum sem voru svo gefnir til góðgerðarmála. Alls tóku 25 dráttarvélar þátt í þessari uppákomu en það sem var merkilegast var að allar voru vélarnar skreyttar allskonar jólaseríum! Hver með sínu sniði óku dráttarvélarnar um stræti Ballinrobe og voru sumar hverjar einnig með viðhengi eins og rúllubindivél eða vagn og var þá viðhengið skreytt einnig.

 

Alls söfnuðust um 1.800 evrur, sem svarar til um 210 þúsund króna, frá þeim nærri 2.500 manns sem komu og horfðu á hópaksturinn! En sjón er sögu ríkari og fréttamiðillinn Agriland er með margar fínar myndir af þessari uppákomu, auk þess sem neðarlega í frétt Agriland er einnig hlekkur á myndband á Facebook sem sýnir brot af hópakstrinum. Með því að smella hér færist þú yfir á heimasíðu Agriland og getur séð sumar af glæsilegu dráttarvélunum/SS