Beint í efni

“Jólabók sauðfjárbóndans”

07.11.2012

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2012-2013 er komin á vefinn. Áætlað er að prentaða útgáfan komi út 14. nóvember nk. og verður henni fylgt úr hlaði með kynningum í sveitum landsins eins og venja er. Fundaplan verður birt á vefnum og í Bændablaðinu þegar tímasetningar liggja fyrir.

Stöðvarnar hefja báðar útsendingu sæðis 1. desember nk. en síðustu skammtarnir verða sendir út föstudaginn 21. desember. Líkt og verið hefur er talsverð endurnýjun á hrútum milli ára en einnig er í skránni að finna nokkra eldri höfðingja sem áfram munu standa til boða. Hægt er að nálgast þrjú skjöl hér á síðunni. Annars vegar skrána í heild sinni en líka skjöl með þeim hrútum sem eru á stöðvunum tveimur á Suðurlandi og Vesturlandi.

Hrútaskrá 2012-2013

Vesturlandsskráin

Suðurlandsskráin