Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

John Deere 7280R er dráttarvél ársins 2012

15.11.2011

Á stærstu vélasýningu heims, landbúnaðartæknisýningunni Agritechnica í Hannover í Þýskalandi, sem nú stendur yfir er nú búið að veita hina þekktu „Dráttarvél ársins“ viðurkenningu. Að þessu sinni varð fyrir valinu John Deere 7280R en verðlaunin fyrir bestu hönnunina féllu í skaut Massey Ferguson fyrir vél sína MF 7624 DYNA-VT. Sigurvegararnir í þessum flokkum eru valdir af 20 blaðamönnum frá öllum helstu fagtímaritum Evrópu um landbúnaðartækni, en verðlaunin voru fyrst veitt árið 1998.

 

John Deere 7280R er öflugasta vélin í 7R seríunni með níu lítra vél sem skilar 310 hestaöflum. Fyrri sigurvegarar í þessum flokki eru:

2011 Fendt 828 Vario
2010 New Holland T7070 Autocommand
2009 Massey Ferguson 8690
2008 New Holland T7060
2007 John Deere 8530
2006 McCormick XTX215
2005 Massey Ferguson 8480
2004 Fendt 930 Vario TMS
2003 New Holland TM190
2002 John Deere 8020
2001 Case IH CVX
2000 Case IH MX
1999 Fent Favorit 700
1998 Fendt Vario
/SS