Jóhanna María nýr formaður SUB
16.03.2013
Jóhanna María Sigmundsdóttir frá Látrum í Mjóafirði var kjörinn formaður Samtaka ungra bænda á aðalfundi félagsins fyrr í dag. Jóhanna María tekur við af Helga Hauki Haukssyni, sem sinnt hefur embættinu frá stofnun samtakanna.
Jóhanna María, sem er búfræðingur frá Hvanneyri, er fædd 28. júní 1991 og uppalin á Látrum. Foreldrar hennar eru þau Jóhanna María Karlsdóttir og Sigmundur H. Sigmundsson, sem margir kúabændur þekkja vel enda hefur hann verið fulltrúi á aðalfundum LK mörgum sinnum. Landssamband kúabænda óskar Jóhönnu Maríu og hennar fjölskyldu til hamingju með kjörið/SS.