
Jóhanna María leysir Margréti af
04.04.2019
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, fer senn í fæðingarorlof og mun Jóhanna María Sigmundsdóttir leysa hana af til 1. janúar 2020. Hóf Jóhanna María störf hjá LK 1. apríl sl. en áætlað er að Margrét fari í frí um miðjan apríl. Jóhanna mun hafa starfsaðstöðu bæði á skrifstofu samtakanna í Bændahöllinni í Reykjavík sem og á heimili sínu í Kolbeinsstaðahrepp.
Jóhanna María er búfræðingur frá Hvanneyri og lauk nýverið BA í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst. Hún hefur komið að félagsmálum bænda í 10 ár en hún er kúabóndi á Mið-Görðum í Kolbeinsstaðahrepp ásamt foreldrum sínum og formaður kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi.
Jóhanna sat einnig á þingi fyrir framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016 og er hún yngsti kjörni þingmaður sögunnar.