Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Jógúrt í öll mál?

01.06.2012

Vísindamenn MIT (Massachusetts Institute of Technology) finna upp á ýmsu sér til dægrardvalar og hafa nú birt afar áhugaverðar niðurstöður rannsóknar á jógúrtneyslu. Þannig var gerð rannsókn á því á músum hvort neysla á jógúrti gæti dregið úr fitusöfnun eftir því sem árin færast yfir, en óæskileg fitusöfnun er afar algengt vandamál í hinum vestræna heimi eins og flestir kannast við. Svo virðist sem fólk, þar sem jógurtneysla er í hávegum höfð, safni ekki eins mikilli fitu á efri árum og því var eðlilegt að rannsaka málið.

 

Mýs voru fóðraðar á jógúrti og til samanburðar fengu aðrar mýs ýmiskonar aðra fæðu s.s. hefðbundið „ruslfæði“ eða skyndibitamat. Niðurstöðurnar komu verulega á óvart og á engan hátt eins og lagt var af stað með, en frjósemin hjá bæði karl- og kvenkynsmúsum sem voru fóðraðar með jógúrti jókst verulega miðað við hjá þeim músum sem fengu hátt hlutfall skyndibita. Nú hafa vísindmenn MIT því farið af stað með aðra rannsókn, að þessu sinni á því hvort jógúrtneysla hafi áþekk áhrif á fólk/SS.