Beint í efni

Jógúrt frá Vesturmjólk komin í verslanir

07.06.2011

Jógúrt frá Vesturmjólk ehf kom í verslanir í síðustu viku. Að sögn Halldórs Karlssonar, starfsmanns félagsins er um að ræða þrjár bragðtegundir, jarðarberja, bláberja og karamellu í 180 gr dósum. Henni hefur verið dreift í verslanir Bónus og nokkrar af verslunum Kaupáss (það félag rekur Krónuna, 11-11 og Nóatún). Unnið er að dreifingu á 500 gr dósum sem ættu að birtast í verslunum fljótlega. Jógúrtin er markaðssett undir vörumerkinu Baula. Vesturmjólk er til húsa að Vallarási 7-9 í Borgarnesi. Félagið stefnir að framleiðslu á fleiri tegundum mjólkurafurða á næstunni.