
Jógúrt er gott fyrir hjartað!
22.03.2018
Að fá sér tvo skammta eða fleiri af jógúrti hefur góð fyrirbyggjandi áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma hjá bæði konum og mönnum með of háan blóðþrýsting. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum rannsóknar sem birt var í tímaritinu American Journal of Hypertension en rannsóknin var unnin á gögnum um 55.898 konur og 18.232 menn. Tilgangur rannsóknarninnar var m.a. að skoða hver áhrif neyslu mjólkurvara var á heilsufar fólks en áður hafa verið gerðar rannsóknir byggðar á mun minna gagnasafni sem hafa bent til fyrirbyggjandi áhrifa mjólkurafurðaneyslu á hjarta- og æðasjúkdóma.
Í ljós kom að með aukinni neyslu á jógúrti minnkuðu líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum hjá þeim neytendum sem voru með of háan blóðþrýsting, alls um 30% hjá konum og um 19% hjá mönnum. Benda vísindafólkið sem að rannsókninni standa að niðurstöðurnar gefi mikilvægar vísbendingar um það að jógúrt geti haft þessi áhrif eitt og sér eða í samfloti með trefjaríkum ávöxtum, grænmeti og korni/SS.