Beint í efni

Jógúrt er gerð úr mjólk!

11.07.2012

Hollenskir dómstólar hafa nú tekið af allan vafa varðandi heimildir matvælaframleiðenda til notkunar á orðinu „jógúrt“. Sé um slíkt nafn að ræða skal viðkomandi afurð gerð úr mjólk úr dýraríkinu. Hingað til hafa framleiðendur á tilbúnum matvælum sem innihalda í grunninn sojaduft (sem sumir kalla soja“mjólk“) selt vörur undir merkjum jógúrt. Það er s.s. óheimilt núna en þeim er þó heimilt að selja þessar vörur með vöruheitinu jógúrtlíki, stafi innihaldið að mestu leiti úr jurtaríkinu.

 

Samtök evrópska afurðastöðva í mjólkuriðnaði, EDA, eru afar sátt við þessa niðurstöðu en samtökin höfuðu málið á hendur fyrirtækinu Alpro, sem einmitt framleiðir jógúrtlíki/SS.