Beint í efni

Jarðræktarrannsóknir 2012

03.04.2013

Rit LbhÍ nr. 44, Jarðræktarrannsóknir 2012, er komið út á rafrænu formi. Í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktarrannsókna við LbhÍ auk yfirlits um tíðarfar á landinu á árinu 2012. Þá eru birtar helstu veðurtölur á tilraunastöðvunum Korpu og Möðruvöllum.

 

Ritinu er raðað eftir efnisflokkum. Fyrirferðamestu tilraunirnar á árinu 2012 voru tegunda- og yrkjaprófanir í grasi og smára og byggtilraunir voru einnig umfangsmiklar, þar sem prófaður var kynbótaefniviður byggs auk yrkjaprófana.

 

Til þess að lesa ritið má smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

http://www.lbhi.is/Pages/1384?NewsID=2144

/SS