Beint í efni

Jarðræktarrannsóknir 2011

30.05.2012

Fræðslurit LbhÍ nr. 41, Jarðræktarrannsóknir 2011 er komið út. Í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktartilrauna á árinu 2011 auk yfirlits um tíðarfar og helstu veðurtölur á tilraunastöðvunum á Korpu og Möðruvöllum.

Ritinu er raðað eftir efnisflokkum, þar sem byrjað er á veðurfari og sprettu. Fyrirferðamestu tilraunirnar á árinu 2011 voru í túnrækt – yrkjaprófanir í grasi og smára, í korni – prófanir á kynbótaefniviði byggs og í matjurtum – yrkjaprófanir í útiræktun. Ritstjóri er Þórdís Anna Kristjánsdóttir.

Ritið má nálgast á veflægu formi hér.