Jarðræktarforritið Jörð.is hefur verið opnað
30.03.2009
Bændasamtök Íslands hafa þróað nýtt veflægt skýrsluhaldsforrit í jarðrækt með aðgengi að miðlægum gagnagrunni um jarðrækt. Forritið hefur hlotið nafnið Jörð (www.jörð.is) og er arftaki jarðræktarforritsins NPK sem margir bændur kannast við. Með Jörð.is geta bændur m.a. gert vandaðar áburðaráætlanir á grunni áburðarþarfar og ákveðnni skilyrða, og borið síðan saman áætlanir með tilliti til áburðarverðs. Forritið bætist við fjölbreytta forritaflóru Bændasamtakanna sem öll eru byggð upp með svipuðum hætti. Aðgangur að Jörð.is er samskonar og að öðrum veflægum veflægum skýrsluhaldsforritum Bændasamtakanna. Þannig er sama notendanafn og lykilorð er þannig notað hvort sem farið er á Jörð.is, Fjarvis.is, Huppa.is og Bufe.is.
Aðgangur að Jörð.is verður fyrst um sinn bændum að kostnaðarlausu og eru bændur hvattir til að kynna sér möguleika þess í eigin jarðrækt.