Beint í efni

Jarðrækt í USA

24.08.2007

Frá því var sagt hér á síðunni að bandarískir bændur hefðu í ár sáð maís í stærsta flatarmál síðan 1933. Á heimasíðunni Youtube er að finna myndskeið sem sýnir þarlenda bændur við jarðvinnslu.

Myndskeiðið hér sýnir jarðyrkjustörf í Minnesotafylki í apríl sl. Dráttarvélin sem hér sést er John Deere 9520, 450 hö. Herfið í eftirdragi er með fleiri metra vinnslubreidd en undirritaður fær tölu á komið. Hér er svo að finna myndskeið sem sýnir sáningu á maís, með álíka stórvirkum tækjum.

 

Þessi frétt er sett á vefinn í tilefni föstudags.