Japanski landbúnaðarráðherrann fyrirskipar aukna smjörframleiðslu
07.05.2008
Japanski landbúnaðarráðherra hefur fyrirskipað fjórum stærstu mjólkuriðnaðarfyrirtækjunum að auka smjörframleiðslu sína, þar sem mjög sé nú farið að bera á smjörskorti í verslunum þar eystra. Ástæðan er minnkandi mjólkurframleiðsla og aukin eftirspurn neytenda eftir smjöri. Embættismaður ráðuneytisins segir að innlend framleiðsla sé þénanlegri en innflutt smjör, þar sem innflutt sé mun dýrara en það innlenda.