Beint í efni

Jafnvægi á heimsmarkaði með nautakjöt árið 2003

14.01.2003

Samkvæmt spá GIRA (alþjóðlegt greiningarfyrirtæki) er útlit fyrir gott ár í nautakjötsframleiðslu í heiminum. Útlit er fyrir minnkandi framleiðslu og vaxandi neyslu á nautakjöti. Í Evrópu hefur féll neyslan mjög mikið í kjölfar kúariðufársins en hefur undanfarin ár verið að aukast á ný.

Gert er ráð fyrir að innan landa Evrópusambandsins muni nautakjötsframleiðslan dragast saman um u.þ.b. 1%, en neyslan aukast um 1,5%. Samkvæmt þessu er allt útlit fyrir að verð til bænda hækki um nærri 4%, segir í áætlun GIRA.

 

Aukin sala til Evrópu frá löndum Suður-Ameríku

Gengisþróun síðasta árs í Suður-Ameríku gerir það að verkum að lönd í þessum heimshluta eru í góðri samkeppnisstöðu gagnvart útflutningi á nautakjöti. Því til viðbótar hefur í mörgum af löndum Suður-Ameríku verið gert átak í heilbrigðismálum í búfjárframleiðslu og hefur aðgengi þeirra að t.d. Evrópumarkaði aukist fyrir vikið.

 

Bandaríkin og Kanada horfa til suðurs

Bæði í Kanada og Bandaríkjunum hafa framleiðendur nautakjöts veðjað á markaði í Japan og Suður-Kóreu þar sem Ástralir hafa verið svo til einráðir. Ástæðan er sú að miklir þurrkar í Ástralíu hafa gert það að verkum að framleiðslan hefur dregist verulega saman þar og því hafa opnast möguleikar fyrir önnur lönd að komast inn á markaði sem Ástralir hafa haft.

 

Vegna þessa ástands í Ástralíu hefur verð á nautakjöti þar hækkað. Talið er að Evrópumarkaðurinn bera hærri verð og því er því spáð að hlutfall af Áströlsku kjöti muni vaxa á Evrópumarkaðinum á þessu ári.

Heimild: landsbladet.dk