Ítölsk kjötmafía seldi kjöt af fársjúkum kúm til neytenda
21.11.2002
Í ljós hefur komið að þýskar og ítalskar kýr með kúariðu, kúaberkla, gin- og klaufaveiki og fleiri alvarlega sjúkdóma enduðu á matarborðum ítalskra fjölskyldna. Það var sérdeild ítölsku lögreglunnar sem komst á snoðir um málið í apríl í ár og hefur síðan þá unnið markvisst að því að leysa málið.
Ferill málsins var sá að þegar bændur í Þýskalandi og Ítalíu áttu kýr með alvarleg sjúkdómseinkenni höfðu þeir samband við þessa „kjötmafíu“ og voru viðkomandi gripir þá sóttir og ekið lifandi til Ítalíu. Þar tóku svo slátrarar við gripunum í skjóli nætur og bjuggu á borð neytenda.
37 þegar fangelsaðir
Fram til þessa hafa 37 verið handteknir í tengslum við málið, allir búsettir í og við Napolí. Þá hefur lögreglan jafnframt lokað fimm kúabúum með alls um 2.000 kúm og ennfremur hefur verið lagt hald á um 30.000 skammta af ýmsum lyfjum og sterum sem „kjötmafían“ notaði til að halda fársjúkum skepnunum lifandi fram að slátrun.
Heimild: MaskinBladet Online