Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ítalskir neytendur blekktir

09.05.2012

Mjólkurvörur merktar Lactitalia kunna að hljóma ítalskar og það gera þær svo sannarlega. Merki Lactitalia er jafnframt með ítölskum litum en þessi mjólkurvöruframleiðandi er hinsvegar ekki ítalskur, heldur rúmenskur en í eigu ítalskra fjáfesta! Vörur fyrirtækisins eru hinsvegar seldar í Ítalíu og augljóslega verið að spila á neytendur sem vilja gjarnan kaupa þarlendar vörur, enda telja flestir fyrirtækið ítalskt.

 

Coldiretti, sem eru samtök bænda, reyna nú að berjast gegn þessum blekkingarleik. Þó svo að auðvitað sé ekkert sem banni markaðssetningu sem þessa, er augljóslega verið að reyna að villa um fyrir neytendum og það er óheimilt. Þessi barátta ítölsku bændanna er ákveðið prófmál sem verður fróðlegt að fylgjast með fyrir íslenska kúabændur sér í lagi með okkar góða skyr í huga/SS.