Ítalskir kúabændur hunsa mjólkurkvóta Evrópusambandsins
25.11.2002
Ítalski landbúnaðarráðherrann, Giovanni Alemanno, hefur nú viðurkennt opinberlega að í Ítalíu hefur þrifist mikið svindl með mjólkurframleiðslu umfram samþykktan mjólkurkvóta landsins. Fram hefur komið að ítalskir bændur skeyta engu um gildandi mjólkurkvótareglur Evrópusambandsins og selja mikið af mjólk á “svörtum” markaði.
Talið er að allt að 50% af framleiddri mjólk í Ítalíu sé seld á “svörtum” markaði (samkv. Dairy Industry Newsletter). Þar sem ítalska stjórnin hefur ekki getað stjórnað kúabændunum sektaði Evrópusambandið ítalska ríkið um 44 milljarða króna vegna ársins 2001. Þessi sekt virðist hafa hreyft við ítölskum stjórnvöldum, þar sem nú þegar hafa verið boðaðar mjög harðar aðgerðir til að ná tökum á svartamarkaðsbraskinu.
Heimild: MaskinBladet Online