Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ísraelar og Indverjar byggja upp í Suður-Súdan

03.03.2016

Mörg af helstu afurðafyrirtækjum heimsins horfa nú í auknum mæli á markaðinn í Afríku sem þann vaxtarbrodd sem þarf til þess að viðhalda vexti í mjólkurframleiðslu heimsins enda lítil framleiðsla enn sem komið er í þeirri heimsálfu. Það er þó verið að byggja hana upp jafnt og þétt og eitt dæmið um slíka uppbyggingu er samstarfsverkefni Ísraela og Indverja en saman standa aðilar í þessum löndum að mikilli uppbyggingu í Suður-Súdan.

 

Alls stendur til að byggja upp fimm kúabú og á hverju þeirra verða tvö þúsund mjólkurkýr með tilheyrandi húsnæði og tæknibúnaði. Þar sem engin aðstaða er fyrir hendi í dag þarf auk uppbyggingar á framleiðsluaðstöðunni einnig að tryggja bæði fóður og vatn auk þess sem byggja þarf upp vinnslu- og pökkunaraðstöðu fyrir mjólkina sjálfa. Þegar framkvæmdunum líkur verða þessi bú með einna mestu mjólkurframleiðsluna í álfunni/SS.