Íslyft býður bændum í heimsókn
14.03.2016
Í tilefni af 30 ára afmælisárshátíð Landssambands kúabænda, býður Íslyft&Steinbock þjónustan bændum og búaliði í heimsókn laugardaginn 2. apríl n.k. frá kl. 12-16. Fyrirtækið mun bjóða bændum að prófa þau tæki og tól sem það býður upp á. Léttar veitingar verða einnig á boðstólum. Fyrirtækið er til húsa að Vesturvör 32a í Kópavogi./BHB