Beint í efni

Íslensku kýrnar með lengstu spenana á Norðurlöndum !

13.11.2003

Í nýrri samantekt NMSM (Norðurlandasamtök um mjólkurgæði) kemur fram að spenalengdir kúa á Norðurlöndunum eru mjög ólíkar. Lengstu spenana hafa íslensku kýrnar, með um 6 cm langa spena, en minnstu spenana hafa stöllur þeirra í Noregi með um 4,4 cm langa spena.

Undanfarin ár hafa kynbætur stuðlað að ræktun kúa með styttri spena, sem henta betur fyrir nútímamjaltir. Ekki er útlit fyrir miklar breytingar á spenalengdum í nágrannalöndunum á næstu árum, en hérlendis má gera ráð fyrir frekari þróun í átt að styttri spenum.

 

 LAND

 KÚAKYN

    MEÐALLENGD SPENA, MM

Ísland

 IK

 600

Noregur

 NRF

 442

Danmörk

 RDM

 520

 “ “ “ “ „

 SDM

 525

 “ “ “ “ „

 DRH

 535

 “ “ “ “ „

 JER

 540

Svíþjóð

 SRB

 495

 “ “ “ “ „

 SLB

 514

Finnland

 AY

 448

 “ “ “ “ „

 FR

 493

 “ “ “ “ „

 FB

 552