Beint í efni

Íslenskt staðfest á vörur Lambhaga

13.02.2024

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Íslenskt staðfest hefur gert samning við Lambhaga ehf. um notkun Íslenskt staðfest á vörur frá Lambhaga, neytendum til heilla.

Íslenskt staðfest er vottað upprunamerki sem tryggir að þú fáir íslenskt þegar þú velur íslenskt.

Lambhagi var stofnað árið 1979 af Hafbergi Þórissyni garðyrkjumanni. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi og seljandi á fersku salati og kryddjurtum í landinu. Við framleiðsluna er stuðst við nýjustu tækni sem stuðlar að gæðaframleiðslu, sjálfbærri og vistvænni ræktun.

Kaupvilji neytenda mælist hærri ef kröfum um upplýsingagjöf er mætt með skýrum og einföldum merkingum.

Íslenskir neytendur vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru og betri upprunamerkingar.

Íslenskt staðfest fagnar því að fá að Lambhagi muni nú merkja vörur sínar upprunavottuninni.