Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf

13.01.2012

Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli. Í þessum tilgangi voru settar saman gæðakröfur fyrir bygg og tekið var saman efni um innra eftirlit fyrir handbækur kornbænda. Einnig voru gerðar efnamælingar á innlendu korni, stutt var við vöruþróun úr korni og viðhorf neytenda til innlenda byggsins voru könnuð.
Gæðakröfur fyrir matbygg og bygg til ölgerðar eru settar fram og er þeim ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum. Almennan texta um innra eftirlit kornræktenda má staðfæra fyrir einstök býli. Samkvæmt efnamælingum var sterkja í innlenda korninu ekki verulega frábrugðin því sem mældist í innfluttu korni. Mikið var af trefjum í innlenda korninu. Styrkur þungmálma í korni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli var mjög lágur.

 

Skýrsluna má sjá í heild sinni hér á vef Matís ohf.