Beint í efni

Íslenskt lambakjöt fær upprunavottun Evrópusambandsins

14.03.2023

Fyrsta íslenska landbúnaðarvaran til að hljóta verndaða upprunavottun (Protected Designation of Origin, PDO), á Evrópska efnahagssvæðinu, er íslenskt lambakjöt en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti þetta í gær. Í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar kemur fram að sauðfjárrækt eigi sér langa og ríka menningarhefð á Íslandi. Einkenni íslensks lambakjöts felast fyrst og fremst í mýkt kjötsins og villibráðarbragði sem stafar af því að lömb ganga frjáls í villtu og náttúrulegu umhverfi á Íslandi þar sem þau nærast á grasi og villtum jurtum. Þá er einnig nefnd löng hefð fyrir sauðfjárbúskap á Íslandi og vitnað er í íslensku kjötsúpuna í áliti framkvæmdastjórnarinnar.