Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Íslenskt lambakjöt fær upprunavottun Evrópusambandsins

14.03.2023

Fyrsta íslenska landbúnaðarvaran til að hljóta verndaða upprunavottun (Protected Designation of Origin, PDO), á Evrópska efnahagssvæðinu, er íslenskt lambakjöt en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti þetta í gær. Í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar kemur fram að sauðfjárrækt eigi sér langa og ríka menningarhefð á Íslandi. Einkenni íslensks lambakjöts felast fyrst og fremst í mýkt kjötsins og villibráðarbragði sem stafar af því að lömb ganga frjáls í villtu og náttúrulegu umhverfi á Íslandi þar sem þau nærast á grasi og villtum jurtum. Þá er einnig nefnd löng hefð fyrir sauðfjárbúskap á Íslandi og vitnað er í íslensku kjötsúpuna í áliti framkvæmdastjórnarinnar.