Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Íslenskt Gæðanaut: Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið

30.11.2022

Íslenskt gæðanaut, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, bauð nýverið tilvonandi matreiðslumeisturum í Hótel- og veitingaskóla MK í heimsókn í sveitina með það fyrir augum að kynna þau fyrir íslenskri matvælaframleiðslu.

Hluti af því var verkefni þar sem nemendur fóru á Nýjabæ undir Eyjafjöllum og völdu naut til slátrunar. Skólafólkið heimsótti Sláturhúsið á Hellu hvert gripurinn fór og kynnti sér starfsemina þar, enda mikilvægt fyrir matreiðslufólk að þekkja ferli matvælanna í þaula. Þá komu þau einnig við hjá fyrirtækinu Hreppamjólk og fengu kynningu á starfseminni þar.

Þessi kjötskrokkur var tekinn í aðstöðu Hótel- og matvælaskólans í MK þar sem lærisveinarnir fullverkuðu kjötið. Lokapunktur verkefnisins var verkleg æfing í framreiðslu og matreiðslu þar sem boðið var í fjölréttaðan kvöldverð.

Umfjöllunin ásamt myndum birtist í 21. tölublaði (2022) Bændablaðsins.

 

Nemendahópurinn skoðaði nautaeldi á Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Jón Örn Ólafsson bóndi útskýrir hvernig búskapurinn fer fram. Mynd / Odd Stefán

Ægir Friðriksson, kennari í matreiðslu, fylgdi nemendum sínum á Nýjabæ. Mynd / Odd Stefán 

Farvegur mjólkurafurða var einnig skoðaður. Hér eru nemendur í skoðunarferð í fjósinu í Gunnbjarnarholti þaðan sem Hreppamjólk kemur. Arnar Bjarni Eiríksson bóndi leiðir veginn. Mynd / Odd Stefán

Nemendur í skoðunarferð í sláturhúsinu á Hellu þar sem þau læra um ferli kjötsins þar. Mynd / Odd Stefán

Nemendur í MK matreiða nautakjöt eftir að hafa verkað og skorið skrokkinn sjálf. Mynd / ÁL 

Ægir Friðriksson og Hinrik Carl Ellertsson, kennarar við Hótel- og veitingaskólann. Mynd / ÁL 

Nemendahópur í eldhúsinu í Menntaskólanum í Kópavogi. Mynd / ÁL

Ungur nemur, gamall temur. Framleiðslunemar læra að flambera steik. Mynd / ÁL

Einnig var unnið með mjólkurvörur. Hér er verið að bræða ost. Mynd / ÁL

Höskuldur Sæmundsson, sem fer fyrir markaðsmálum nautgripabænda innan BÍ, fær steik. Mynd / ÁL