Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Íslensk kúabú bættu heimsmetið!

03.04.2012

Nú liggur fyrir uppgjör ársins 2011 um mjólkurframleiðslu kúabúa með mjaltaþjóna. Alls voru um áramótin 101 kúabú með mjaltaþjóna hér á landi og sum þeirra með fleiri en einn mjaltaþjón enda heildarfjöldi mjaltaþjóna á landinu öllu 120 um áramótin.

 

Afurðastöðvar landsins tóku alls á móti 35,2 milljónum lítrum frá þessum kúabúum árið 2011 en alls nam innvigtun mjólkur á landinu öllu 124,5 milljón lítrum. Hlutfall mjólkur sem kemur frá mjaltaþjónabúum nemur því 28,2% sem er hæsta hlutfall mjaltaþjónamjólkur í heimi árið 2011 samkvæmt NMSM (samtök norrænna afurðastöða í mjólkuriðnaði) og um leið nýtt heimsmet. Fyrra metið var sett árið 2010 þegar dönsk kúabú með mjaltaþjóna skiluðu 26,9% heildarmagns mjólkur þar í landi.

 

Nú er bara spurningin hvort forsvarsfólk Heimsmetabókar Guinness taki sig ekki til og skrái þetta? /SS.