Beint í efni

Íslendingar á kúasýningu í Nýja-Sjálandi

19.02.2005

Í morgun heimsóttu íslensku ferðalangarnir í Nýja-Sjálandi kúasýningu í bænum Franklin. Sýningin er á vegum félagsskaparins The Royale Agricultural Society of NZ og bauð félagsskapurinn þessum ferðalöngum frá norðurhjara veraldar á sýninguna, enda sjaldséðir gestir í Nýja-Sjálandi! Kl. 9 á morgun (kl. 24 að íslenskum

tíma) leggur hópurinn af stað í ferð um miðbik Norðureyju þar sem m.a. verða heimsóttir bændur með blönduð bú og jafnframt heimsóttur dádýrabóndi, en dádýrabúskapur er mjög stór atvinnugrein í Nýja-Sjálandi.