Íslendingar 8. fjölmennustu á Agrómek-sýningunni
10.02.2005
Samkvæmt uppgjöri staðarhaldara sem sjá um Agrómek landbúnaðarsýninguna í Danmörku þá sóttu 138 Íslendingar sýninguna heim nú í janúar sl. Alls komu rúmlega 74 þúsund gestir á sýninguna og þar af voru erlendir gestir tæplega 11 þúsund. Flestir erlendu gestanna komu frá Þýskalandi og frá Skandinavíu, en af erlendum gestum frá 66 löndum voru Íslendingar 8. í röðinni á eftir Tékklandi en þaðan komu 139 gestir!