
Ís með ómega 3 fitusýrum!
12.05.2017
Nú hefur verið þróaður ís sem inniheldur mikið magn af omega 3 fitusýrum. Ísinn er búinn til með hefðbundnum hætti en svo bætt út í ísblönduna olíu frá chia fræum, en hún inniheldur hátt hlutfall af ómega 3 fitusýrum. Líklega búast flestir við því að olíubættur ís sé nú ekki sérlega bragðgóður, en að sögn vísindamanna við mjólkurfræðideild landbúnaðarháskólans í Pakistan þá hefur þeim tekist að halda í bæði áferð og bragðgæði hefðbundins íss.
Að sögn vísindamannanna var tilgangur þróunarvinnunnar að koma með á markað mjólkurvöru sem gæti hentað breiðari hópi neytenda og þar sem neysla á chia fræum hefur aukist afar mikið á undanförnum árum datt þeim í hug að skoða hvort ekki mætti nýta fræin í einhverjar mjólkurvörur. Að þetta hafi tekist er nokkur óvenjulegt enda hefur oft áður verið reynt að draga úr mjólkurfitu og bæta við plöntufitu, en þá oftast þá þýtt að viðkomandi mjólkurvara hefur fengið aukið innihald af mettaðri fitu, sem er auðvitað ekki tilfellið hér/SS.