Beint í efni

Ís gegn ógleði!

26.11.2016

Það kannast margar konur við það að fá ógleði á meðgöngu en nú telja nokkrir danskir hugvitsmenn sig hafa leyst málið í eitt skipti fyrir öll og það með ís! Það er lítið afurðafélag sem kallast Skarør Is sem hefur þróað þennan einstaka ís en í honum eru sérstök prótein, trefjar og mjólkursýrubakteríur en þessi blanda er sögð hafa þau einstöku áhrif að draga verulega úr ógleði á meðgöngu.

 

Hugmyndin að þessari nýju ísgerð kom þegar fulltrúar Skarø Is fréttu af ráðstefnu kvensjúkdómalækna fyrr á árinu í Helsingfors. Þar kom fram í máli lækna að konur sem þjást af ógleði á meðgöngunni hafi mjög svipuð einkenni og krabbameinssjúklingar hafa þegar þeir fara í lyfjagjöf. Skarø Is hafði þá þegar á markaði ísgerð sem er sérstaklega framleidd fyrir krabbameinssjúklinga í lyfjameðferð  og hafði verið látið einkar vel af áhrifum íssins og því lá beint við að þróa ís fyrir óléttar konur/SS.