Írskt fyrirtæki í kjötsvindli
08.07.2016
Írska fyrirtækið Ireland‘s Wholesale Meats hefur verið dæmt til þess að borga rúmar 2,2 milljónir í sekt fyrir að selja nautakjöt með fölskum formerkjum og auk þess greiða um 1,4 milljónir í lögfræðikostnað. Fyrirtækið keypti inn nautakjöt frá Póllandi, Litháen og Þýskalandi en „láðist“ að merkja það rétt og seldi sem írskt nautakjöt! Þó svo að sektin sé ekki mjög há er hér á ferðinni mikið prófmál enda verið að blekkja neytendur alvarlega.
Dóminum hefur verið afar vel tekið af helstu hagsmunaaðilum í írskum landbúnaði sem hafa lengi barist fyrir því að upprunamerking landbúnaðarvara sé rétt og að neytendur geti alltaf séð auðveldlega hvaðan raunverulega matvaran er/SS.