Írskir nautakjötsframleiðendur í vanda
29.08.2012
Slæmt veður í sumar á Írlandi hefur leitt til mikilla vanda fyrir þarlenda nautgripabændur. Miklar rigningar gerðu það að verkum að jarðvegurinn varð svo gegnsósa af vatni að fjölmargir bændur urðu að hýsa gripi sína á ný og sjá ekki fram á að geta sett þá út í brað. Þetta leiðir eðlilega til mun meiri gróffóðurnotkunar og því sjá bændurnir fram á að kaupa þarf að mikið fóður næsta vetur.
Samhliða hafa hinir miklu þurrkar í bæði Rússlandi og Bandaríkjunum leitt til mikilla verðhækkana á korni eins og margoft hefur verið greint frá. Hinir írsku bændur sjá því fram á stóraukinn kostnað við nautakjötsframleiðsluna/SS.