
Írskir kúabændur gefa í
02.05.2017
Framan af árinu varð þónokkur samdráttur í mjólkurframleiðslu Írlands en nú er allt á annan veg með hlýnandi veðurfari, hækkandi afurðastöðvaverði og fjölgun kúa. Í februar dróst framleiðslan saman um 8% í landinu, sé miðað við sama mánuð árið 2016, en nú hefur heldur betur verið slegið í klárinn og jókst t.d. innvegið magn afurðafélagsins Carbery um 16% í mars, um 12% hjá afurðafélaginu Aurivo og áþekk aukning varð hjá afurðafélaginu Glanbia – sem fleiri þekkja líklega hér á landi.
Ef fram fer sem horfir og ef veðrið verður áfram hagstætt beitarbúskap má gera ráð fyrir því að ársframleiðsla írsku kúabúanna aukist um allt að 1 milljarði kílóa sem er 15% aukning frá árinu 2016/SS.