Beint í efni

Írar ná fótfestu í Suður-Kóreu

18.12.2017

Hin írsku samtök þarlendra afurðastöðva, Ornua, hafa náð hreint einstökum árangri á heimsvísu við að selja smjörið Kerrygold. Það fæst nú orðið víða um heim og er selt á háu verði miðað við önnur merki á markaðinum. Skýringin felst í bæði gæðum, vel heppnaðri umbúðahönnun en ekki síst afar góðri markaðssetningu. Nýverið var gengið frá viðskiptasamningum um sölu á Kerrygold smjörinu í Suður-Kóreu og sem dæmi um góða markaðssetningu þá var það sjálfur landbúnaðarráðherra Írlands, Michael Creed, sem greindi frá þessu í opinberri heimsókn til Seol.

Suður-Kórea er einkar áhugaverður markaður fyrir mjólkurafurðir í Asíu en þar eru rúmlega 50 milljónir íbúa og efnahagsleg staða landsins er sterk, bæði mælt í vergri landsframleiðslu og vexti. Heimaframleiðsla á mjólk og mjólkurvörum nær í dag enganvegin að svara eftirspurninni og nemur t.d. innflutningur á smjöri og ostum 150 þúsund tonnum á ársgrundvelli/SS.