Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Írar áætla aukna ostaframleiðslu

24.10.2012

Hið norður-írska samvinnufélag United Dairy Farmers (UDF) ætlar svo sannarlega ekki að sitja eftir þegar kvótakerfi Evrópusambandsins verður lagt af 1. apríl 2015. Þá er búist við töluverðri framleiðsluaukningu á mjólk í fyrstu, á meðan kúabændur landanna innan Evrópusambandsins finna einhverskonar jafnvægi á mjólkurframleiðsluna. Flestar afurðastöðvar eru nú að gera sig klárar til þess að taka við auknu magni mjólkur á þessum tíma og UDF ætlar að tvöfalda ostavinnslu sína.

 

Félagið, sem er það stærsta á Norður-Írlandi, var rekið með hagnaði á síðasta ári og stendur afar vel. Það er sér í lagi vörulína félagsins sem kallast Dale Farms sem skilar þessari góðu niðurstöðu og er undirstaða stækkunarinnar nú. Afurðastöð UDF í Dunmanbridge nærri Cookstown verður stækkuð en hún er fyrir stærsta afurðastöð Norður-Írlands en árið 2007 var ostaframleiðslan einmitt einnig tvöfölduð og var þá gerð tæk fyrir vinnslu á 200 milljónum lítra á einum stað. Nú verður ostalínan s.s. stækkuð í framleiðslugetu fyrir innvigtun á 400 milljónum lítra og allt að 500 milljónum lítra.

 

Fjárfestingakostnaðurinn nemur ekki nema 6 milljónum punda eða sem svarar til um 1,2 milljörðum króna. Skýringin á því að kostnaðurinn er ekki hærri, felst í því að félagið fjárfesti fyrir um 7,5 milljarða í vinnslustöðvum félagsins árið 2010 og þegar það var gert var þegar gert ráð fyrir þessari viðbót og því var búið að búa í haginn/SS.