
Íran í útflutningi mjólkurvara!
18.09.2017
Eftir að stjórnvöld í Íran breyttu um stefnu í hernaðarmálum hefur ástandið í landinu gjörbreyst til batnaðar. Þó er enn langur vegur frá að allt sé eins og best verði á kosið en eftir að landið losnaði við margskonar alþjóðleg höft, í kjölfar hinnar breyttu stefnu íransstjórnar, hefur m.a. mjólkurframleiðslan landsins tekið við sér á ný. Á síðasta ári nam ársframleiðsla kúabúa landsins um 10 milljörðum kílóa mjólkur sem er svipuð framleiðsla og er í löndum eins og Kanada og Ástralíu svo dæmi séu tekin.
Þessi framleiðsla Íran fer að stórum hluta til innanlandsneyslu en landið er einnig í útflutningi mjólkurvara og námu verðmæti útfluttra mjólkurvara 67 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári og munar nú um minna. Stærstu viðskiptalönd Íran eru Rússland, Írak og Afganistan/SS.