Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Íran álitlegur markaður?

03.09.2015

Nú þegar stórveldin hafa gert samkomulag við Írani um kjarnorkumálin hefur viðskiptabanni á landið verið aflétt og horfa margir nú til þessa markaðar fyrir vestrænar vörur, enda var töluvert mikill innflutningur til landsins áður en viðskiptabannið var sett á. Í landinu búa alls um 80 milljónir manna og þar af er nærri 40% íbúanna á aldrinum 15-35 ára sem er aldurshópur sem hentar einkar vel fyrir markaðssetningu á mjólkurvörum.

 

Í Íran er töluverð hefð fyrir neyslu á ostum og jógúrti og telja margir að bæta megi verulega við þá neysluhefð og nýta fyrir fleiri mjólkurvörur. Enn sem komið er, er kaupgetan ekki sérlega sterk en talið er að hún muni eflast verulega á komandi árum. Það er því margt sem bendir til þess að landið muni taka vel við mjólkurafurðum á komandi árum/SS.