Beint í efni

Innvigtunin fer vaxandi á ný

29.10.2013

Innvigtun mjólkur í síðustu viku var 2.083.636 lítrar, sem er um 50.000 lítrum meira en í vikunni þar á undan. Lágmarki innvigtunar virðist því hafa verið náð í viku 41 (6.-12. október) sem er heldur fyrr en verið hefur undanfarin ár. Ef innvigtunin í liðinni viku er borin saman við sömu viku 2012, má sjá að hún var sjónarmun meiri nú en þá, eða sem nam 5.600 lítrum.  

Það sem af er árinu, er innvigtun mjólkur 102,3 milljónir lítra sem er 2,3% minna en á sama tíma í fyrra./BHB

 

Þróun í innvigtun mjólkur 2011, 2012 og 2013