Beint í efni

Innvigtunargjald hækkar frá 1. apríl

04.03.2018

Í frétt á vef Auðhumlu kemur fram að stjórn félagsins ákvað á fundi sínum 28. febrúar 2018 að sérstakt gjald á umframmjólk verði hækkað í kr. 52.- frá 1. apríl 2018. Er það gert í ljósi þess að mjólkurframleiðslan hefur verið nokkuð meiri nú í byrjun árs en 2015 og 2016. Innvigtunargjaldið hækkaði síðast 1. desember sl. og hefur staðið í kr. 40.- síðan þá.

 

Líkt og greint var frá í frétt hér á naut.is í síðustu viku nam innvigtun  mjólkur sl. 12 mánuði 151,9 milljónum lítra sem er 1,0% aukning frá sama tímabili fyrir ári síðan. Innvigtun mjólkur í janúar var afar góð eða 13,2 milljónir lítra sem er töluvert mikil aukning í samanburði við janúar í fyrra og árið 2016. Alls nemur aukningin í janúar 6,4% miðað við janúar í fyrra og undanfarin tvö ár hefur framleiðslan hér á landi vaxið fram í maí, er heldur hefur dregið úr framleiðslunni á ný.