Beint í efni

Innvigtun nálgast nú lágmark

07.10.2008

Innvigtun mjólkur í sl. viku var 2.167.959 lítrar og er það 0,65% minna en í sömu viku á sl. ári. Líkt og undanfarin ár er innvigtunin að ná lágmarki þessum árstíma, í fyrra var hún minnst upp úr miðjum október. Síðan fer hún stigvaxandi úr því og nær hámarki í maí.

Þessi árstíðasveifla hefur farið minnkandi undanfarin ár, í fyrra var munur á mestu og minnstu innvigtun 23%, en árið 2005 var þessi munur 33%. Í lítrum talið var munurinn á síðasta ári um 500 þús. lítrar á mestu og minnstu innvigtun, en árið 2005 var þessi munur nær 600 þúsund lítrar. Þetta er að sjálfsögðu í takt við þær breytingar sem orðið hafa á burðartíma kúnna, hausttoppurinn í burðum í sept. okt. og nóv. er ekki eins áberandi og fyrir fáeinum árum.