Beint í efni

Innvigtun nálgast fyrra ár

01.03.2011

Innvigtun mjólkur í sl. viku, viku 8, var 2.477.060 ltr sem er 0,64% minna en á sama tíma fyrir réttu ári. Undanfarnar vikur hefur heldur verið að draga saman með innvigtuninni í ár og í fyrra, fyrir um mánuði var munurinn 3%. Samanburð við fyrri ár má sjá á myndinni hér að neðan. Sala mjólkurafurða í febrúar var alveg í samræmi við áætlanir, sem gerðu ráð fyrir lítils háttar samdrætti í magni. Aukning er í sölu á osti en samdráttur í viðbiti. Þá var minna selt af rjóma, sem skýrist af því að bolludagurinn var í febrúar í fyrra en verður haldinn hátíðlegur 7. mars í ár. Duftsala var mun minni núna í febrúar en í fyrra, sem væntanlega skýrist af verðhækkun 1. febrúar sl. og mikilli sölu í janúar.

 

Rauða línan er innvigtun 2011, sú bláa er 2010 og sú græna er 2009