Beint í efni

Innvigtun mjólkur um 1 milljón lítrum meiri en á sama tíma fyrir ári

04.11.2004

Samkvæmt bráðabirgðatölum um innvigtun mjólkur í október, sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa tekið saman, nam innvigtunin um 8,3 milljónum lítra sem er um 460 þúsund lítrum meira en í október í fyrra. Aukningin nemur um 5,9% á milli ára. Það sem af er verðlagsárinu hefur innvigtunin verið um 960 þús. lítrum meiri en á sama tíma fyrir ári, sem er um 6 % aukning á milli ára.