Beint í efni

Innvigtun mjólkur í janúar tæpar 9,5 milljónir lítra

03.02.2005

Samkvæmt bráðabirgðatölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) um innvigtun mjólkur í janúar nam innvigtunin tæpum 9,5 milljónum lítra, sem er um 3,2% meira en í janúar 2004 eftir að tekið hefur verið tillit til fjölda innvigtunardaga. Innvigtun mjólkur nú er hinsvegar mun minni en í janúar árið 2003.

Innvigtun mjólkur á þessu verðlagsári nemur nú um 44,3 milljónum lítra miðað við 41,9 milljónir lítra á sama tíma í fyrra. Framleiðsluaukningin á þessu verðlagsári er því um 5,8%. Nýting greiðslumarks er jafnframt betri nú en í fyrra en þegar er búið að nýta um 41,8% af heildar greiðslumarki, en á sama tíma í fyrra var nýtingarhlutfallið 39,9%.