Beint í efni

Innvigtun mjólkur fer vaxandi á ný

08.11.2011

Innvigtun mjólkur fer nú vaxandi á ný, í síðustu viku, 30. okt. til 5. nóv. (44) voru lagðir inn í samlag 2.191.939 lítrar. Það er 122 þús. lítrum (5,9%) meira en í sömu viku á síðasta ári. Innvigtunin náði lágmarki í vikunni 16.-22. október sl. en þá var hún 2.166.716 lítrar. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan hefur framleiðslan verið ívið jafnari í ár en undanfarin ár, toppurinn á vormánuðum er heldur lægri og botninn að haustinu hærri en verið hefur.