Innvigtun mjólkur fer enn vaxandi
06.07.2015
Innvigtun mjólkur hér á landi í sl. viku (viku 27) var alls 2.981.258 ltr. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan, er þróun innvigtunar nú nokkuð frábrugðin þróuninni undanfarin tvö ár, en þá náði innvigtunin hámarki upp úr miðjum maí og var farin að dragast nokkuð hratt saman er leið á júnímánuð. Það sem af er árinu 2015, er innvigtunin orðin 76,4 milljónir lítra en á sama tíma í fyrra var hún 72,2 milljónir lítra. Aukningin er 5,8%./BHB
