Beint í efni

Innvigtun mjólkur eykst hratt

06.03.2012

Undanfarnar vikur hefur innvigtun mjólkur verið umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrr. Í liðinni viku var innvigtunin 2.584.284 lítrar, sem er nær 90.000 lítrum meira en í sömu viku fyrir ári. Það er aukning um 3,5%. Frá áramótum er innvigtunin orðin um 460.000 lítrum meiri en á sama tímabili árið 2011. Sjá má þróun innvigtunarinnar með því að smella á hlekkinn hér neðst í pistlinum./BHB

 

Þróun í vikuinnvigtun mjólkur 2010-2012