Beint í efni

Innvigtun mjólkur eykst á ný

10.11.2014

Innvigtun mjólkur er farin að aukast á ný, en undanfarin ár hefur hún náð lágmarki í október og fer síðan aftur vaxandi úr því. Lágmarkinu þetta árið var náð í viku 43 (19.-25. október) og er það um tveimur vikum seinna en raunin varð á síðasta ári.  

 

Innvigtunin í nýliðinni viku (viku 45) var um 2.350.000 lítrar, sem er rúmlega 10% meira en í sömu viku fyrir ári. Nánar má sjá þróun innvigtunar á myndinni hér að neðan./BHB